Í 40 ár var þjóðinni kennt kerfisbundið að eyða og sólunda

Þetta sagði Pétur Blöndal á fundi um kosti og galla verðtryggingarinnar í kvöld.  Þarna er Pétur að vísa til áranna 1940-1980, þegar innlánsvextir, ákveðnir af Seðlabanka voru ætíð lægri en verðbólga.  "Sparifjáreigendur voru rændir en skuldurum var hyglað.  Þeir græddu mest sem fengu mestu lánin.  Eftirspurn eftir lánum var takmarkalaus og biðstofur bankastjóra troðfullar.  Lífið varð "lán" = hamingja."  "Þjóðin hefur enn ekki gleymt þessari kennslu", sagði Pétur.  Þannig var ástandið þar til verðtryggingin var tekin upp.  Hér má sjá fundinn í heild sinni og glærur framsögumanna. 

Er furða að sitthvað hafi farið úrskeiðis undanfarin ár? 

Verðbólgumælingar byggja á meðal neyslukörfu síðustu 3 ára og eru því algjörlega úr takti við núverandi ástand, enda hefur neyslumynstur gerbreyst á örfáum árum.  Neysluvísitala er því ónýtt tæki til að taka á núverandi ástandi og eingöngu til þess fallið að fela eignatilfærslu frá heimilum til lánastofnana.

Vísitölubundin lán eru mun dýrari en óbundin lán þegar heildarkostnaður er skoðaður.   Eignamyndun er mun hægari á vísitölubundnum lánum.  Vísitölubundin lá bera þó léttari afborganir.  Ef íbúðarlán hefðu almennt verið óbundin hefði alls ekki verið hægt fyrir bankakerfið að þenja hagkerfið út með þeim hætti sem þeir gerðu og líklega hefði vandinn sem þeir sköpuðu með þennslunni verið mun minni í sniðum.

Flestir eru farnir að sjá þetta.  Þó telja menn ekki rétt að afnema verðtrygginguna við núverandi aðstæður, því þá rýrni eignarhlutur lánveitenda.  Því ætla ráðamenn að halda í verðtrygginguna svo lengi sem kostur er og varpa þannig gríðarlegri skuldabyrði á heimilin í landinu.  Þetta verður að stöðva strax.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Það virðis vera erfitt að skilja verðtrygginguna, enda vefst það fyrir mönnum eins og Gísla Tryggvasyni talsmanni neitanda og Guðmundi Ólafssyni hagfræðingi og prófessor.

Í viðtali á Stöð 2 líkir Guðmundur verðtryggingunni við hesta, hann segir ef þú lánar manni 10 hesta villtu fá 10 hesta til baka en ekki 7

Þarna klikkar Guðmundur hrapalega á líkingunni við verðtryggð bankalán, staðreyndin í dag ef þú hefðir fengið 10 hesta fyrir ári í bankanum, þá segir bankinn í dag að þú skuldir 12-13 hesta núna.

En líking verðtryggingar við hesta getur verið nokkuð góð, tökum dæmi:

Köllum verðgildi húsa í hestum. Ég þarf 12 hesta til að kaupa eitt hús, ég á 2 hesta en tek 10 hesta að láni í bankanum til 20 ára. Eftir 2 ár þarf ég að selja húsið, ég hef staðið í skilum við bankann, hef þar af leiðandi borgað 1 hest + vexti. Ég á sem sé núna 3 hesta en bankinn 9

En í dag er verðtryggingin illa biluð, því þeir sem keyptu fyrir 1-2. árum og áttu 10-20% af kaupverði en bankinn 80-90% eiga núna minna en ekki neitt. Bankinn á orðið eignirnar 110-120%

Sturla Snorrason, 21.11.2008 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband