Athyglisverðar hagtölur

Það tala allir um milljarða eins og þeir viti hvað sú tala í raun þýðir.  Þó flestir eigi erfitt að átta sig á stærðinni er samanburður mismunandi hluta kannski bestur til þess fallinn að varpa ljósi á stærðir.

Fyrir skömmu voru skuldir heimilanna metnar um 1750 milljarðar og þar af voru um 75% verðtryggð lán.  Þjóðarframleiðslan var árið 2007 um 1280 milljarðar, en mikið af hagstærðum í umræðunni eru miðaðar við þjóðarframleiðsluna, þá sem hlutfall eða margfeldi hennar.

Á fundi sl mánudag kom fram á fundi FSSA og AÍ að sveitarfélögin eru í miklum vanda vegna ástandsins og til að geta haldið uppi óbreyttri velferðarþjónustu, þó með verulegum samdrætti á ýmsum sviðum þyrftu öll sveitarfélögin í landinu 30 milljarða viðbótartekjur, eun útgjöld þeirra námu í heild 177,2 milljörðum árið 2007.

Seðlabankinn gaf nýlega út að vegna efnahagsþrenginga mætti búast við 82 milljarða minni tekjum 2009 en 2008 og að á árinu 2009 mætti búast við um 140-150 milljarða halla á ríkissjóði.

Ingibjörg Sólrún telur sig góða, tók upp sparnaðarhnífinn og skar utanríkisþjónustuna niður um 2,3milljarða, en öll utanríkisþjónustan 2009 mun kosta ríkissjóð um 9 milljarða.

Ef ekkert er gert til að stemma stigum við óheftri útþenslu skulda heimilanna í landinu vegna verðtryggðra lána og að vextir með verðbólgu verði að jafnaði 20% mun skuldastaða heimilanna í landinu þyngjast um 262 milljarða á einu ári!!  Þetta er um 1,5* rekstrarkostnaður allra sveitarfélaga á landinu, nærri 3* stærð samdráttar þjóðartekna og nærri 30* allur áætlaður kostnaður utanríkisþjónustunnar 2009.

Húsnæðiseigendur (þe. skuldarar) í landinu eiga EKKI að taka á sig öll hagstjórnar mistök sem gerð hafa verið síðustu ár bæði hérlendis og erlendis. 

Ráðamenn verða að taka á þessum þætti strax, áður enn í óefni er komið.  Það ætti að gera allt til að verja það að heimilin í landinu fari í þrot, annars styttist mjög hratt í algert hrun í samfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband