Hver dagur kostar heimilin 1 milljarð í auknar skuldir

Árið 2008 hækkuðu heildarskuldir heimilanna úr 1550 milljörðum í 2025 milljarða.  Ef fer sem horfir, án inngripa munu heildarskuldir heimilanna hafa hækkað um ca 740 milljarða frá 1.jan 2008 til ársloka 2009.  Verð- og gengistryggð veðlán eru langstærsti hluti skulda heimilanna og þar af eru skuldir vegna fasteignakaupa, náms- og bílalána stærstu flokkarnir. Nú hækka heildarskuldir heimilanna um 1 milljarð á hverjum degi og munu gera hvern dag þessi 2 ár, ef ekki verður gripið til almennra fyrirbyggjandi aðgerða strax.  Hversu lengi höfum við efni á að bíða með að taka á lánavanda heimilanna?  Hvernig eiga heimilin að ráða við slíka skuldsetningu, sem lánveitendur og stjórnvöld eiga stóran þátt í, bæði með beinum aðgerðum lánastofnana og aðgerðaleysi stjórnvalda? 

Er það ekki sorgleg staðreynd að auknar gjaldeyristekjur vegna fjölgunar og aukinnar verslunar erlendra ferðamanna leggst beint til hækkunar á veðskuldum heimilanna sökum verðtryggingarinnar?  Gjaldþrot og nauðasamningar einstaklinga gerir fólk vanhæft til að stofna eða stunda eigin atvinnurekstur í langan tíma og vegur þannig beint gegn sprota- og nýsköpunarstarfi.  Þegar námslánum, bílalánum og lífeyrissjóðslánum hefur verið bætt við greindar skuldir heimilanna er tala heimila með neikvæða eða mjög tæpa eiginfjárstöðu komin vel yfir 50%, sem þýðir að um 55.000 heimili eru í mjög þröngri stöðu.  Eðlilega er það aldurshópurinn 25-45 ára sem er stærstur þeirra sem eru í þröngri stöðu, en þetta er hópurinn sem er með börn á framfæri.Um 25% heimila eru með gengistryggð veðlán og 90% af þeim nýta sér frystingar eða önnur neyðarúrræði.  Umsóknum um aðstoð vegna greiðsluerfiðleika hjá Íbúðarlánasjóði hefur fjölgað um uþb 900% á milli ára.  Þessi lán teljast þó öll í skilum.  Núverandi aðgerðir eru allar til þess fallnar að fela stærð vandans, en munu að lokum lama hagkerfið verði ekki bætt við fyrirbyggjandi aðgerðum til að forða því að sá hópur stækki, sem þarf á sértækum nauðarsamninga úrræðum. 

Það verður að stöðva siðlausar eignatilfærslur á sparnaði heimilanna í fasteignum, lífeyri og framtíðartekjum strax með fyrirbyggjandi aðgerðum.  Nú þegar er skuldastaða heimilanna um 270% af ráðstöfunartekjum.  Beita verður neyðaraðgerðum til að jafna ábyrgð lánveitenda og lántaka.  Samningsforsendur eru löngu brostnar.  Traust til fjármálastofnana er hverfandi og það sama á við um tiltrú almennings til stjórnvalda.  Þessu verður að snúa við með sáttarleið um lausn lánamála heimilanna. Hvernig á að örva atvinnulífið þegar atvinnutryggingasjóður verður tæmdur næsta haust, um 60% heimila verða með neikvæða eða tæpa eiginfjárstöðu með hratt minnkandi ráðstöfunartekjur, enn verða um 15-18.000 manns án atvinnu og ríkissjóður þarf að skera niður opinber umsvif um 150 milljarða næstu 3-4 árin?  Ef það er einhver meining í að ætlast til að fá ungt fólk til að fjárfesta í húsnæði í landinu í næstu framtíð og yfir höfuð sjá framtíð fyrir sér með búsetu á landinu verður að grípa til fyrirbyggjandi  og leiðréttandi almennra aðgerða strax.  Ef við ætlum ekki að missa stóran hluta fólks á aldrinum 25-45 ára úr landinu með börnin sín, verður að vekja von um að afleiðingum hrunsins verði ekki deilt niður af óvægnum þunga út frá skuldastöðu heimilanna fyrst og fremst.   Það fólk sem er mest hætta á að fari  verður líklega vel menntað skapandi og framtakssamt fólk úr mannvirkjageiranum, fólk úr viðskipta- og fjármálageira og fólk sem er að ljúka háskólanámi í öllum greinum. 

Að ræna eiginfé í fasteignum, sparnaði og framtíðartekjum heimilanna til að bæta lánasöfn bankanna til endursölu og bæta þannig stöðu ríkissjóðs til skamms tíma er stórkostlegur glæpur og mikil þjóðhagsleg yfirsjón.  Allar stoðir samfélagsins verða að komast í gegnum þessar hremmingar, þe. ríkissjóður, fjármálakerfi, atvinnulíf og heimilin.   Með yfirskuldsett kaupmáttarlítil heimili verður lagður grunnur að gríðarlegum raunverulegum verðbólguþrýstingi í nánustu framtíð, um leið og formerki fara að snúast við.  Á slíkum grunni verður vandséð hvernig enduruppbygging samfélagsins á að takast með skjótum hætti.   Hagsmunir heimilanna og atvinnulífsins fara að miklu leiti saman. Verði ekkert að gert til að forða eignaupptöku, óhóflegri skuldsetningu og umfangsmiklum eignabruna heimilanna nú, mun gríðarlegur samdráttur bíða atvinnulífsins á komandi árum, með langvarandi háu atvinnuleysi og gríðarlegum útgjöldum á ríkissjóð.  Setja verður þak á verðbætur strax svo auknar þjóðartekjur vegna erlendra ferðamanna í sumar og möguleg jákvæð aukin umsvif annarra atvinnugreina dýpki ekki enn skuldastöðu heimilanna. Heimilin þurfa almennar fyrirbyggjandi og leiðréttandi aðgerðir strax til að forða hér algeru hruni.

Ég hvet þig til að taka stöðu með heimilunum í landinu með því að skrá þig í Hagsmunasamtök heimilanna.  Hversu lengi hefur þú efni á að bíða með að taka afstöðu?

Sjá einnig sláandi umfjallanir Michael Hudson um Alheimsstríð lánadrottna og Stríð gegn Íslandi


Haardera - er það einhver lausn?

Hin alþjóðlega lausafjárkreppa hófst haustið 2007 og ríkisstjórnin tók að "Haardera", þe. þagði og gerði ekki neitt.  Um síðustu jól ákváð aðilar í verslun og þjónustu samt sem áður að gefa út jákvæð skilaboð, kynda undir bjartsýni og yfirlýsingar voru gefnar út þess efnis að allt benti til að jólaverslun myndi slá öll fyrri met, aukast um 20% frá árinu 2006.  Ríkisstjórnin studdi þessar yfirlýsingar og gaf út hefðbundnar jákvkæðar yfirlýsingar, til að styggja ekki veltuna og jólaverslunin gekk eftir og sló fyrri met.  Lítið var gert úr þeim sem reyndu að vara við ástandinu.

Í janúar 2008 greindu dagblöðin frá að aldei höfðu jafn margir nýir bílar verið fluttir inn til landsins.  Visareikningar jólagleðinnar voru þó ekki komnir þegar bjartsýni bílasala hafði breyst í andhverfu sína.  Við 1.ársfjórðunguppgjör í mars féll gengið hraustlega og ríkisstjórnin brást ekki við því.  Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar voru allar á þá leið að hér væri allt í lagi.  Einnig við 2.ársfjórðungsuppgjör versnuðu horfur, en ríkisstjórnin gaf aftur út yfirlýsingar um að hér væri allt í stakasta, "tímabundnar þrengingar" en ekkert til að hafa stórar áhyggjur af.  Það mátti ekki styggja sumarveltuna og ráðamenn lögðu jafnvel land undir fót til að lýsa yfir góðu gengi innlendra fjármálastofnana á erlendum vettvangi.  Fall krónunnar við 1. og 2. ársfjórðungsuppgjör styrkti bókfærða stöðu bankanna vegna aukins gengismunar og aukin verðbólga jók einnig bókfærðar eignir bankanna í útistandandi veðskuldum í heimilum landsmanna.  Jafnvel þegar allt var komið í þrot reyndi Geir Haarde að dylja fyrir þjóðinni að hér væri allt komið í kalda kol og fjármálakerfi landsins hrunið.

Upplýsingar ríkisstjórnarinnar hafa verið beinlínis villandi og hvatt til neyslu frekar en sparnaðar í langan tíma, þvert á alla skynsemi.  Hverju sætir það?  Svo hækkar Seðlabankinn stýrivexti vegna aukinnar neyslu!  Hvers vegna tala þessir menn ekki skýrt?  Myndi það styggja um of hundtrygga styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins í verslun og þjónustu?   Hvers vegna þegja þingmenn Samfylkingarinnar? 

Skammtímasjónarmið hafa ráðið því að meiri áhersla hefur verið lögð á veltu í verslun er þróunarstarf til atvinnuuppbyggingar hér á landi, sem hefur vegið mjög að innlendri framleiðslu.  Það er ljóst að í stöðunni nú er mjög æskilegt að flytja meira út en inn til landsins og því þörf á að hvetja til samdráttar á innfluttum neysluvarningi, en jafnframt að auka á innlenda framleiðslu. 

Hér ríkir vægast sagt óvenjulegt ástand og því hafa verið sett neyðarlög á fjármálastofnanir.  Krónan hefur verið sett á flot í gríðarlegu haftaumhverfi og útflytjendum er gert skylt að færa söluandvirði seldra vara til landsins við innan ákv. tímamarka.  Greinilegt er að þörf er á ýmsum aðgerðum á næstunni til að koma atvinnulífinu til bjargar.  Með því að "Haardera" verðtrygginguna rýrnar nú kaupmáttur heimilanna hröðum skrefum, sem dregur allt blóð úr atvinnulífinu. 

Ljóst er að með óhefta verðtryggingu mun draga mjög úr einkaneyslu til langs tíma, því verðtryggðar skuldir hækka stöðugt.  Með því að halda stýrivöxtum í þessum hæðum er ekki annað að sjá að ríkisstjórnin sé mjög einuga í að fella bæið atvinnulífið og heimilin í landinu.  Þó jólaverslunin sé líflegri en búist var við er athyglivert að víða er varningur nú á háannatíma auglýstur með 30-60% afslætti.  Í 12 vikur hefur ríkisstjórnin "Haarderað" heimilin og atvinnulífið í landinu og ætlar sér á þeirri aðferðafræði að komast yfir áramótin og láta þannig bókfæra til skatts uppskrúfaða skuldastöðu heimila og fyrirtækja.

Ef ríkisstjórnin kýs áfram að "Haardera" heimilin og atvinnulífið í landinu aukast líkurnar til muna á að mótmæli og aðgerðir taki aðra stefnu og form á nýju ári.  Er von að fólkið í landinu beri minna traust til ríkisstjórnarinnar, sem kýs að valta yfir alþingi með einhliða afgreiðslu mála frá stjórnarflokkunum og hefur í 12 vikur, þrátt fyrir stöðug mótmæli, ekki komið með neinar raunhæfar varnaraðgerðir til að forða stórkostlegu atvinnuleysi, gjaldþrotum fyrirtækja og eignaupptökum heimilanna, heldur aðeins skrifað verklagsreglur hvernig fjármagnseigendur eiga að leysa fyrirtæki til sín og geti yfirtekið heimilin í landinu.


mbl.is Verðbólgan mælist 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúum vörn í sókn - veljum innlent

Meðan flest kerfi hérlendis hafa hrunið undanfarið og traust til stjórnvalda, fjármálastofnana, löggjafa og fjölmiðla hefur beðið skipbrot eru nokkrir þættir sem standa bjargfastir eins og vitar á bjargbrúninni og varða leiðina úr ógöngunum.  Innlend menning, hönnun, bókmenntir, tónlist, handverk og iðnaður eru afsprengi þrautsegju, verkkunnáttu, mannauðs og framtakssemi landsmanna.  Þessa þætti ættum við að styrkja og hlúa að, nú þegar við veljum glaðninga til vina og vandamanna um hátíðarnar.

Í þrengingum sem gengu yfir norðurlandaþjóðirnar í kringum 1990 lá svar þeirra allra að miklu leiti í að fækka erlendum vöruflokkum, framleiða sjálfar það sem forsvaranlegt var að framleiða af matvælum og nauðsynjavöru.  Auk þess var lögð mikil áhersla á styrkja innlenda framleiðslu og menningu á öllum sviðum.  Matargerðarlistin, tónlist, kvikmyndir, bókmenntir, handverk og iðnaður eru allt mjög mikilvægir þættir í endurreisn norðurlandanna úr sínum þrengingum.  Norrænar kvikmyndir og sjónvarpsefni sem við höfum haft á dagsskrá undanfarin ár eru talandi dæmi um góðan árangur þeirra og fléttast inn í fleiri þætti, eins og uppbyggingu í ferðamálum.  Allar norðurlandaþjóðirnar lögðu áherslu á uppbyggingu innlendrar ferðaþjónustu og tölurnar þaðan tala skírt.  Þar er hlutfall útseldra gistinátta um 65-80% til eigin landsmanna, en hér er það hlutfall einungis í um 30%.  Á meðan við eyddum um 220 milljörðum á ferðalögum erlendis 2007 voru tekjur okkar af erlendum ferðamönnum um 40 milljarðar!

Við þurfum að hafa hugfast þegar við veljum hvort við aukum á gjaldeyrisútflutning eða styðjum innlenda framleiðslu og þar með atvinnustig landsins.

Ég hvet alla að taka afstöðu með atvinnunni og menningunni í landinu og velja innlendan glaðning í jólapakkana.  Úrvalið hefur alderi verið jafn fjölbreytt.  Okkar val skiptir öllu máli.  


Óskiljanlegur doði ráðamanna

Undanfarið hefur margoft verið bent á að hér á landi sé svokölluð "tvíburakreppa", þe alþjóðleg lausafjárkreppa og gjaldeyriskreppa. Gjaldeyrishlutinn á að útskýra hvers vegna hér sé eðlilegt að halda stýrivöxtum í himnahæðum, á meðan flest öll önnur...

Lífsnauðsyn fyrir atvinnulífið og heimilin

Það er ánægjulegt að sjá loks hagfræðinga eins og Gylfa Magnússon blanda sér í umræðuna um hag og horfur atvinnulífsins og heimilanna í landinu. Umræðan af þeirra hálfu hefur verið sorglega mikið út frá sjónarhóli ríkisins og bankanna, rétt eins og þeir...

ESB aðild - lykilatriði fyrir atvinnulíf landsins

Það vekur eftirtekt að um 75% fyrirtækja í landinu hafi ekki um árabil haft efni á að fjármagna sig hjá innlendum fjármálastofnunum og hafi því leitað í erlendar lántökur. Viðskipti milli landa eru gríðarstór grundvallarþáttur í allri atvinnustarfsemi...

Vítaverð óbilgirni

Benedikt flutti góða ræðu eins og allir framsögumenn fundarins. Heildar skuldir heimilanna eru nú um 1750 milljarðar og hafa hækkað undanfarið ár um 200 milljarða . Ef ekkert verður annað gert en að fresta afborgunum munu um 300 milljarðar væntanlega...

Rúin trausti, með ónýt mælitæki á meingölluð kerfi

Það ástand sem upp er komið á sér margar forsendur og langan aðdraganda. Því er erfitt að benda á einn sökudólg, eina stofnun, þingflokk osfrv. sem ber ábyrgð á því sem þjóðin stendur frammi fyrir nú. Þó er ljóst að á vakt núverandi ríkisstjórnar fór...

Verðtrygging er tifandi tímasprengja

Komið hefur fram að gríðarmörg heimili eru með mjög spenntan fjárhagsboga, sem miðast við að geta greitt afborganir verðtryggðra lána núna. Margir tóku 90-100% lán til 40 ára, en slík lán hækka stanslaust í rúm 25 ár áður enn þau taka að lækka....

Ísland í bílaútrás !

Fyrir stuttu voru kynnt úrræði til að bjarga heimilunum í landinu og síðar kom í ljós að breytingar á lögum til að heimila endurgreiðslu innflutningsgjalda bifreiða var metið inni í þeim úrræðum. Stærðargráðan á endurgreiðslunni er 1,5-2 milljarðar en...

Hið besta mál

Það er vissulega þörf á að fjölga stoðum atvinnulífsins á landinu, sérstaklega ef þær flokkast gjaldeyrisskapandi. Þegar í ofanálag um er að ræða eldsneytisframleiðslu á bíla og skipaflotan með nýtingu á (CO2) útblæstri sem verður til við framleiðslu...

Hvað segja talsmenn neytenda um verðtryggðu lánin?

Á vefsíðu talsmanns neytenda er að finna leiðarkerfi neytenda. Þar má finna þennan texta: Óréttmætir skilmálar og ógilding samnings Ógilding samnings Í vissum tilvikum er hægt að ógilda samninga eða víkja þeim til hliðar þeim að hluta eða öllu leyti, til...

Erlendir bankar til starfa hérlendis, lykilatriði í að endurskapa traust

Þeir eru sennilega fáir sem bera eitthvert traust til innlendra banka í dag og ef landsmenn hefðu þess kost væru þeir sennilega búnir að færa viðskipti sín annað. Slæmt gengi er sennilega einna helsta bremsa stórkostlegs flutnings fjármagns til...

Í 40 ár var þjóðinni kennt kerfisbundið að eyða og sólunda

Þetta sagði Pétur Blöndal á fundi um kosti og galla verðtryggingarinnar í kvöld. Þarna er Pétur að vísa til áranna 1940-1980, þegar innlánsvextir, ákveðnir af Seðlabanka voru ætíð lægri en verðbólga. "Sparifjáreigendur voru rændir en skuldurum var...

Erlendir ferðamenn hækka húsnæðisskuldir heimilanna

Atvinnulausum fjölgar stöðugt og eru nú komnir í 6.148 manns. Velta á markaði hefur snardregist saman en samt "mælist" hér verðbólga upp á um 16% og verðtryggðar skuldir heimilanna þenjast út með ógnarhraða, eða þegar um rúma 200 milljarða á fyrri...

Heimsmet í ferðalögum erlendis

Í umræðum undanfarinna vikna hafa menn leitað að blórabögglum ófaranna. Bankarnir benda á almenning, sem bendir á bankana og stjórnvöld, sem benda á fjármálaeftirlitið og seðlabankann, sem benda á stjórnvöld, bankana og almenning. Þó er ljóst að...

Borgarafundur á NASA

Sneisafullur salur - lesið fundargerð hér af vefmiðlinum Nei . um gagnrýni á fjölmiðla. Hluti róta vandans liggur í málhöftum, ritstýringu og pólitísku háði á gagnrýnar skoðanir aðila sem ekki hafa fallið að sýn og áherslum ráðamanna, sem ruddu ljónum úr...

Mannvirkjagerð í þjóðarbúskapnum

Árið 2004 störfuðu 11.500 manns mannvirkjagerð, eða 7,4% vinnuaflsins. Framleiðnin 2004 var um 30% af fjármunamyndun ársins, um 38,6 Ma.kr. Árið 2007 unnu um 15.700 manns í sama geira, eða 8,8% vinnuaflsins, með framleiðnihlutdeild fjármunamyndunar upp á...

Skattur á lífeyri og fjármagn

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá að samanlagður viðbótarlífeyrir landsmanna sé um 300 Ma.kr. Algengt er að hver fjölskylda eigi um 2-3 milljónir í þessum sparnaði að meðaltali. Nefnd á vegum félagsmálaráðherra hefur verið að skoða hvort heimila eigi...

Björgunarpakki heimilanna?

Í gær kynnti ríkisstjórnin björgunarpakka heimilanna. Lækkun á greiðslubyrði þýðir í raun frestun á 10% afborgana lánanna, á meðan að höfuðstóll lánanna hækkar. Þannig eru heimilin ekki varin fyrir verðbólguskoti, heldur látin borga brúsann, bara síðar....

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband