Erlendir bankar til starfa hérlendis, lykilatriði í að endurskapa traust

Þeir eru sennilega fáir sem bera eitthvert traust til innlendra banka í dag og ef landsmenn hefðu þess kost væru þeir sennilega búnir að færa viðskipti sín annað.  Slæmt gengi er sennilega einna helsta bremsa stórkostlegs flutnings fjármagns til "traustari" viðskiptabanka.  Þegar erlendir bankar taka að starfa hér og bjóða húsnæðislán, á sambærilegum kjörum og tíðskast í þeirra heimalöndum munu íbúðarlán hverfa úr íslensku bönkunum, nema þeir taki að bjóða sanngjarnari kjör.

Þetta eru góðar fréttir og huggun harmi gegn að nú virðast ráðamenn að vera að taka upp þráðinn frá fyrri tilraun einkavæðingar bankanna.  Vonandi að þeir sendi ekki ráðgjafana aftur heim eftir fyrsta fund.  Það er lykilatriði að skapa heimilunum og fyrirtækjunum í landinu sanngjarnan bakhjarl (ekki samkeppnisaðila), sem meðhöndlar viðskiptavini sína sem viðskiptavini, en ekki búpening.  Við þessa breytingu ætti að styttast í að verðtrygging húsnæðislána verði lögð niður og þar með grundvallar verðbólguhvati hagkerfisins.  


mbl.is Rétt að skoða aðkomu útlendinga að bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband