Ísland í bílaútrás !
21.11.2008 | 16:23
Fyrir stuttu voru kynnt úrræði til að bjarga heimilunum í landinu og síðar kom í ljós að breytingar á lögum til að heimila endurgreiðslu innflutningsgjalda bifreiða var metið inni í þeim úrræðum. Stærðargráðan á endurgreiðslunni er 1,5-2 milljarðar en björgunarpakki heimilanna var metinn á 2,5 milljarða!! Á meðan raunverulegar aðgerðir til varnar heimilunum vantar, hafa verðtryggðar skuldir heimilanna hækkað 2008 um rúma 200 milljarða og munu hækka um 300 milljarða árið 2009, ef sama ríkisstjórn beitir sömu snilldar "björgunaraðgerðum" áfram. Er þetta ekki bara að verða gott hjá þessu fólki? Ég er amk orðinn hundþreyttur á pólitískum fyrirslætti.
Hins vegar eru sölutekjur útrásarbílanna metnar um 10 milljarðar, gjaldeyrir inn í landið, sem er hið besta mál. Ef við ætlum hins vegar að núlla auknar skuldir heimilanna með bílasölu úr landi þá þurfum við að selja um 250.000 bíla úr landinu!! Er það ekki nokkuð ýkt?
5000 bílar úr landi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:17 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er auðvitað enginn "gjaldeyrir inn í landið"....kaupendur bílanna kaupa íslenskar krónur á því gengi semer í gangi erlendis (fá 240 krónur fyrir evruna) og senda þær krónur hingað.
Þeir eru ekki í góðgerðarstarfsemi - þetta kemur miklu betur út fyir þá svona.
Púkinn, 21.11.2008 kl. 16:53
Takk fyrir þessa ábendingu. Þegar erlendir aðilar kaupa krónur eykst eftirspurn eftir krónum og gengið styrkist. Þegar erlendir aðilar kaupa vörur hér kallast það almennt gjaldeyristekjur, sama í hvaða miðli þær eru greiddar. Það er hins vegar ljóst að vegna mismunar á skráningu gengisins hér og erlendis skapast mikil "kauptækifæri" erlendis á öllu hér.
Evran kostaði hér um 80 kr í ágúst og nú er hún skráð hér á 177 kr en fyrir skömmu var 1 evra skráð um 310 kr í bönkum í Þýskalandi. Því má segja að vegna gengisfallsins sé hér stórútsala og vegna hennar er ma hægt að losna við ýmislegt úr landinu til að búa til gjaldeyri. Við því má búast að erlendir aðilar vilji fjárfesta mikið hér á meðan að gengið er svona lágt, sem ætti hins vegar og vonandi að styrkja gengið hratt.
Friðrik Óttar Friðriksson, 21.11.2008 kl. 18:00
Sæll Friðrik: Ég er hræddur um að það sé arfavitlaus ákvörðum að vera að púkka undir þennan útflutning með þessum endurgreiðslum. Bíll sem var fluttur inn í ágúst en út núna er seldur á meira en 50% afslætti í evrum talið þó að dæmið líti út sem gróði fyrir seljandann.
Sturla Snorrason, 21.11.2008 kl. 18:45
Sæll Sturla, ég er í raun hjartanlega sammála því að það sé glórulaust að selja innflutta hluti úr landi á 50-70% gengisafslætti. Það er auðvitað grátlegt, en væri annars ekki mögulegt.
Þó má benda á að ef bíll er keyptur inn á 2 milljónir kr og selst núna á 2 milljónir kr ætti innlendur seljandi ekki að hafa tapað neinu, þó svo að gengið geri það að verkum að erlendur kaupandi fái bílinn á að því er virðist 50% afslætti, þá miðað við markað í sínu landi. Vandi okkar verður hins vegar þegar hagur okkar braggast og við ætlum að kaupa bíla inn á nýjan leik. Það verður þó væntanlega á hagstæðara gengi, skulum við vona.
Friðrik Óttar Friðriksson, 21.11.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.