Verðtrygging er tifandi tímasprengja

Komið hefur fram að gríðarmörg heimili eru með mjög spenntan fjárhagsboga, sem miðast við að geta greitt afborganir verðtryggðra lána núna.  Margir tóku 90-100% lán til 40 ára, en slík lán hækka stanslaust í rúm 25 ár áður enn þau taka að lækka.  Eignamyndun er afar hæg.  Í því árferði sem við göngum í gegnum núna hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána með gríðarlegum hraða sem þrengir mjög það svigrúm sem lántakendur töldu sig hafa til hagræðingar og afborganir verða yfirþyrmandi mun fyrr en ella.

Þegar í þokkabót bætist við að atvinnuástand fer hríðversnandi og fasteignaverð er hratt fallandi breytast allar forsendur þannig að útlit til eignamyndunar verður vonlaust og við slík skilyrði er veruleg hætta á að fólk bregðist við með því að hætta að greiða af lánunum sínum og láti gera sig upp.

Því verður að setja þak á óbilgjarna skuldsetningu heimilanna með inngripi í verðtryggð lán og festa verðbótaþáttinn, td í efri mörkum seðlabankans, við 4% og þar til verðbólga fer undir þau mörk.

Ef ekki verður brugðist við nú, munu þúsundir heimila falla fyrir verðtryggingunni innan mjög skamms.  Verðtryggingin er því eins og tifandi tímasprengja inni á heimilum landsmanna.  Þá er spurningin sú hvort ráðamenn ætla að leyfa henni að sprengja upp fjölskyldur landsins í þúsunda tali, eða aftengja hana í tíma?  Því miður hafa ráðamenn ekki mikinn tíma til umhugsunar.  Þegar krónunni verður fleytt getur það þegar verið of seint!


mbl.is Hætti að greiða af lánum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband