Lífsnauðsyn fyrir atvinnulífið og heimilin

Það er ánægjulegt að sjá loks hagfræðinga eins og Gylfa Magnússon blanda sér í umræðuna um hag og horfur atvinnulífsins og heimilanna í landinu.  Umræðan af þeirra hálfu hefur verið sorglega mikið út frá sjónarhóli ríkisins og bankanna, rétt eins og þeir ætli sér allir stól seðlabankastjóra.  Það væri áhugavert að fá hagfræðingana til að fjalla meira um afleiðingar þess að gera ekki neitt varðandi verðtrygginguna.  Hvaða áhrif hefur það td á einkaneysluna, kaupmáttinn, verðmætamyndun í fasteignum, vöxt lífeyrissjóða og tekjur ríkisins ef verðtryggð lán heimilanna blása út um rúm 40% á árunum 2008-9?   Þegar almenningur finnur fyrir svo gríðarlegri óbilgirni og tillitsleysi stjórnvalda er ekki von að sitjandi ríkisstjórn hríðfellur í áliti og hættan á að fólk gefist upp gagnvart fjárhagsstöðu sinni verður veruleg.  Hvað mun það kosta að missa 10% þjóðarinnar úr landi og hvaða áhrif mun það hafa á fasteignamarkaðinn, atvinnulífið, lífeyrissjóðina, bankana og tekjur ríkisins?

Hitt er borðleggjandi að vegna verðtryggingarinnar verða þær skuldahækkanir sem nú bætast við skuldir heimilanna ekki skilgreindar til skamms tíma.  Þær draga nú skarpt úr kaupmættinum, en svo rólegar en þó örugglega út allan afborgunartímann.  Á árunum 2008-9 munu heildarskuldir heimilanna hækka um 500 milljarða ef ekkert verður frekar að gert!  Áætlaðar skattahækkanir 2009 eru metnar á 40 milljarða og björgunaraðgerðir bankanna 1063 milljarðar til samanburðar.  Kaupmáttur mun því fara mjög hratt minnkandi, sem mun draga allan mátt úr atvinnulífinu, nema fjármálageiranum, sem eiga að auka "eigur" sínar um 500 milljarða!!!  Er eitthvað eðlilegt við það? 

Atvinnulífið og heimilin hafa ekki efni á verðtrygginunni óbeislaðri.  Ef ráðamenn ætla ekki að kalla yfir þjóðina langtíma doða í atvinnulífinu verður að setja þak á verðtrygginguna strax.  Vegna beinna aðgerða bankanna í að "hagræða sinni stöðu" og til samræmis við boðaðar heimildir fyrirtækja til að færa bókhald sitt frá áramótum 2008 ætti að setja þak á verðtyggingð lán heimilanna við 4% frá áramótum 2008, þar til verðbólga er komin niður fyrir þau mörk.  Þá á að afnema verðtrygginguna.

Ef þetta dugar ekki til, á í verstu tilfellum að fella niður skuldir að hluta, að greiðslugetu lántakenda, sem miðist við greiðslumat launa síðustu 12 mánaða.

Ég mynni á að eigið fé í fasteignum er líka lífeyrir og sparnaður, sem á að standa vörð um rétt eins og inneignir í bönkum og lífeyrissjóðum.  Húsnæði er ein af grunnþörfum hverrar fjölskyldu og því ber ráðamönnum að verja eignaupptökur með öllum tiltækum ráðum.   Það vekur furðu mína að ASI og SA skuli ekki ganga fram af meiri þunga til að verja hag sinna skjólstæðinga með beinum tilmælum um aðgerðir gegn verðtryggðum skuldum heimilanna.  Svo mikill munur á kaupmætti og skuldasöfnun getur ekki leitt til annars en gríðarlegra launakrafna að hagsveiflunni lokinni, sem mun aftur skrúfa upp launakostnað innlendra fyrirtækja og þannig gera samkeppnissöðu þeirra gagnvart samkeppnislöndunum mun lakari ef ekki ómögulega, sem mun leiða til enn frekari gengisfellinga.  Höfum við efni á slíkum aðgerðum ofan á allt annað?

Beint samhengi er á milli afkomu fyrirtækjanna og kaupmáttar heimilanna í mjög mörgum tilfellum og því aukast líkur á skemmri harðindum hjá þjóðinni ef brugðist er strax við eignatilfærslum í gegnum verðtrygginguna.  Hvað varðar mannvirkjageirann þá þorir fólk nú ekki að fara í neinar breytingar eða nauðsynlegt viðhald, bæði vegna þess botnleysis skuldastöðunnar sem felst í verðtryggingunni og einnig þess að fólk veit hreinlega ekki hvort það haldi húsnæðinu sínu!

Það eru gríðarlega slæm pólitísk skilaboð að gera þá sem velja að fjárfesta í húsnæði og menntun meira fjárhagslega ábyrga fyrir óförunum en efni standa til.  Afleiðngarnar munu einnig verða varanlegar út afborgunartíma lánanna.  Því verður að bregðast við strax.


mbl.is Frysting jafnvel óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gallinn við ástandið eins og það er núna er að launavísitala er ekki í neinu samræmi við verðlagsvístölu.

Verðlagsgrundvöllur ætti í raun hrinja niður vegna þess að það ætti í raun að taka tillit til verðmætaukingu bíla við útfluting í stað þess að reikna inn verðhækkun á þeirra sem eru ekki fluttir inn

Allinn (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Karl Ólafsson

Af hverju ertu hissa á aðgerðaleysi ASÍ og SA? Forkólfar þeirra sitja jú í stjórnum lífeyrissjóðanna og horfa á eignir sjóðanna blómstra. Er að undra að þeir vilji ekki rugga þeim bát og sjái ekki eða vilji ekki sjá að þeir eru að sigla honum beint inn í brimskaflinn. Ég sagði einhvers staðar að þessir menn væru líklega í svipaðri afneitun og bankamenn og stjórnmálamenn hefðu verið í september.

Karl Ólafsson, 8.12.2008 kl. 01:47

3 Smámynd: Friðrik Óttar Friðriksson

Sæll Karl.  Nú er bara að mæta í Háskólabíó í kvöld og spyrja ASI menn út í þetta.  Ég veit að þeir hafa mikil tögl í lífeyrissjóðunum en þeirra skjólstæðingar verða nú sífellt háværari og ég er reyndar sannfærður um að afstaða þeirra mun breytast.  Ég vinn amk að því.   Þrýstingur er að aukast frá flestum aðilarfélögum.

Friðrik Óttar Friðriksson, 8.12.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband