Snúum vörn í sókn - veljum innlent

Meðan flest kerfi hérlendis hafa hrunið undanfarið og traust til stjórnvalda, fjármálastofnana, löggjafa og fjölmiðla hefur beðið skipbrot eru nokkrir þættir sem standa bjargfastir eins og vitar á bjargbrúninni og varða leiðina úr ógöngunum.  Innlend menning, hönnun, bókmenntir, tónlist, handverk og iðnaður eru afsprengi þrautsegju, verkkunnáttu, mannauðs og framtakssemi landsmanna.  Þessa þætti ættum við að styrkja og hlúa að, nú þegar við veljum glaðninga til vina og vandamanna um hátíðarnar.

Í þrengingum sem gengu yfir norðurlandaþjóðirnar í kringum 1990 lá svar þeirra allra að miklu leiti í að fækka erlendum vöruflokkum, framleiða sjálfar það sem forsvaranlegt var að framleiða af matvælum og nauðsynjavöru.  Auk þess var lögð mikil áhersla á styrkja innlenda framleiðslu og menningu á öllum sviðum.  Matargerðarlistin, tónlist, kvikmyndir, bókmenntir, handverk og iðnaður eru allt mjög mikilvægir þættir í endurreisn norðurlandanna úr sínum þrengingum.  Norrænar kvikmyndir og sjónvarpsefni sem við höfum haft á dagsskrá undanfarin ár eru talandi dæmi um góðan árangur þeirra og fléttast inn í fleiri þætti, eins og uppbyggingu í ferðamálum.  Allar norðurlandaþjóðirnar lögðu áherslu á uppbyggingu innlendrar ferðaþjónustu og tölurnar þaðan tala skírt.  Þar er hlutfall útseldra gistinátta um 65-80% til eigin landsmanna, en hér er það hlutfall einungis í um 30%.  Á meðan við eyddum um 220 milljörðum á ferðalögum erlendis 2007 voru tekjur okkar af erlendum ferðamönnum um 40 milljarðar!

Við þurfum að hafa hugfast þegar við veljum hvort við aukum á gjaldeyrisútflutning eða styðjum innlenda framleiðslu og þar með atvinnustig landsins.

Ég hvet alla að taka afstöðu með atvinnunni og menningunni í landinu og velja innlendan glaðning í jólapakkana.  Úrvalið hefur alderi verið jafn fjölbreytt.  Okkar val skiptir öllu máli.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband